Hafdís HuldHafdís Huld Þrastardóttir eða bara Hafdís Huld eins og hún kallar sig er ein af þekktustu tónlistarmönnum Íslands en hún var að senda frá sér sína fimmtu plötu, Home fyrr á þessu ári.

Hafdís ætlar að notfæra sér tæknina og halda jólatónleika þann 21. desember klukkan 18:00 og verða þeir í beinni á netinu og verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um þá þegar nær dregur.
Nú hefur hún hinsvegar tekið sig til og sett lagið Jólahjól sem Sniglabandið flutti upphaflega og allir ættu að kannast við í sinn búning og breytir hún algjörlega um stíl á laginu.