Miley Cyrus - Look What They've Done to My SongHin umdeilda Miley Cyrus hefur ekki sent frá sér lag frá því á síðasta ári en hún hefur eytt árinu í ár í að fylgja á eftir plötunni Bangerz og hefur meðal annars verið á tónleikaferðalagi um heiminn.

Miley hefur ákveðið að leggja kvenréttindabaráttunni lið og sent frá sér endurútgáfu af laginu Look What They’ve Done to My Song í tengslum við myndina Free The Nipple sem frumsýnd var í Bandaríkjunum nú á dögunum.

Lagið var upphaflega flutt af Melanie Safka árið 1971 en það vekur þó athygli að Miley hefur áður tekið cover af laginu og þá árið 2012 en hér flytur hún það í allt öðrum stíl.