will.i.am - Feelin' Myself ásamt Miley Cyrus, French Montana og Wiz KhalifaPlatan #willpower sem will.i.am sendi frá sér í byrjun árs hefur  svo sannarlega slegið í gegn og hefur hver smáskífan af plötunni verið annari vinsælli, en þar má nefna Scream & Shout og #thatPOWER.

Í tilefni þess að platan var endurútgefin nú í vikunni var gefin út ný smáskífa sem nefnist Feelin’ Myself, og eru það þau Miley Cyrus, French Montana og Wiz Khalifa sem eru með will.i.am í laginu.