Stefán Marel - JólabarnTvítugi Akureyringurinn Stefán Marel er einna hvað þekktastur fyrir flutning sinn á laginu Ég Vil Fá Mér Kærustu sem hann sendi frá sér árið 2011 og fylgdi svo eftir með örðu coveri af laginu Ég Er Kominn Heim sem hann flutti ásamt móður sinni en lítið hefur heyrst í honum síðan þá.

Mikið hefur verið að gera hjá Stefáni upp á síðkastið og hyggst hann núna snúa sér aftur að tónlistinni í meira mæli og hefur nú gefið út sitt fyrsta frumsamda lag í samstarfi við Hekla Records.

Lagið sem nefnist Jólabarn er á afar ljúfum nótum og ætti það eflaust að koma einhverjum í jólaskap en það var pródúserað af Marinó Breka og tekið upp í Studio Sound hjá Georgi Inga.

Þú getur hlaðið laginu niður þér að kostnaðarlausu með því að smella hérna, annars er það væntanlegt á Spotify og fleiri tónlistarveitur á allra næstu dögum.