Sálin Hans Jóns MínsÞjóðhátíð fer fram á hverju ári fyrstu helgina í ágúst í Vesmannaeyjum og hefur þjóðhátíðarlagið verið fastur sess svo menn muna og hafa margir tónlistarmenn og hljómsveitir fengið það hlutverk að semja lagið sem er einskonar kennimerki hátíðarinnar hverju sinni.

Þegar menn settust niður að borðunum kom ekkert annað til greina en að Sálin myndi semja þjóðhátíðarlagið 2015 en það er orðið lögnu tímabært að hún fái þann heiður en hljómsveitin Sálin Hans Jóns Míns var stofnuð árið 1988 og hefur hún verið ein sú vinsælasta hér á landi allar götur síðan.
Lagið er væntanlegt þegar líða fer á vorið og eru eflaust margir strax fullir tilhlökkunar en Þjóðhátið í ár fer fram þann 31. júlí til 2.ágúst.