Sálin Hans Jóns MínsÞjóðhátíð fer fram á hverju ári fyrstu helgina í ágúst í Vestmannaeyjum og hefur þjóðhátíðarlagið verið fastur sess svo menn muna og hafa margir tónlistarmenn og hljómsveitir fengið það hlutverk að semja lagið sem er einskonar kennimerki hátíðarinnar hverju sinni.

Eins og við greindum frá í mars var hljómsveitin Sálin Hans Jóns Míns fengin til að semja þjóðhátíðarlagið í ár og fékk það nafnið Haltu Fast Í Höndina Á Mér en að sögn Stefáns Hilmarssonar söngvara Sálarinnar er lagið hálfgert afturhvarf frá því að hljómsveitin var upp á sig besta og á lagið að vera Sálarlag ein og fólk þekkir þau best, og kemur það eflaust til að hljóma mikið fram að Þjóðhátíð í ár en hún fer fram helgina 31. júlí til 2.ágúst.