rsz_horizonNágrannar okkar í Svíþjóð eru ekki bara þekktir fyrir IKEA og YouTube stjörnuna PewDiePie heldur eiga þeir magar stórbrotna tónlistarmenn á borð við Eurovision stjörnuna Måns Zelmerlöw, Swedish House Mafia, Avicii, Galantis svo fáir séu nefndir.

Steerner hefur undanfarin ár komið mjög sterkur inná sviðsljósið í raftónlistarheiminum með laginu Friends sem hefur nú verið streymt í 2 milljón sinnum inná tónlistarveitum útum allan heim og hefur strax fengið stuðning stóru nafnana. Það má með sönnu segja að ykkur þarf ekki að bregða ef þið sjáið þennan dreng gera það stórt á næstu mánuðum.

Nýjasta lag Steerners ber nafnið Horizon og fekk hann með sér í lið söngvaran Matthew Steeper og pródúserinn Kavela en það var tónlistarveitan Proximity sem frumflutti lagið.