Önnur smáskífan af plötunni Unorthodox Jukebox sem hinn 27 ára gamli Bruno Mars kemur til með að gefa út í byrjun desember.

Buno er nú þegar búinn að senda frá sér lagið Locked Out Of Heaven en það má einnig finna á plötunni sem verður sú fyrsta frá Bruno síðan árið 2010, en sú plata heitir Doo-Wops & Hooligans og náði hún hátt á topplistum fyrir söluhæðstu plötur víðsvegar um heiminn.