Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Ludacris kemur til með að gefa út nýja plötu á næsta ári, en platan sem ber nafnið Ludaversal hefur verið í vinnslu frá árinu 2010 og átti upphaflega að koma út þann 11. september síðastliðinn.

Nýjasta smáskífan af plötunni nefnist Rest Of My Life og er það sjálfur Usher sem er með Ludacris í laginu en það er pródúserað af franska snillingnum David Guetta.