David Guetta - Dangerous ásamt Sam MartinPlötusnúðurinn David Guetta tilkynnti nú á dögunum að ný plata væri væntanleg frá honum þann 21. nóvember og þetta sé eitt stærsta verkefni sem hann hefur fengist við hingað til, platan sem nefnist Listen er sú sjötta sem hann sendir frá sér á ferlinum sem spannar um það bil fjórtán ár.

Voða lítið er vitað um plötuna að svo stöddu annað en hún mun meðal annars innihalda lögin Shot Me Down, Bad, Lovers On The Sun og nú Dangerous sem er nýjasta smáskífan af plötunni og er það söngvarinn Sam Martin sem er með Guetta í laginu, en það er frekar ólíkt þeim lögum sem við höfum áður fengið að heyra með Guetta.