David Guetta - Lovers On The Sun ft. Sam MartinÞað ætlaði allt um koll að keyra þegar franski plötusnúðurinn og pródúserinn David Guetta steig á svið í Laugardalshöll fyrr í mánuðinum á 25 ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar FM957.

Frá áramótum hefur David fært okkur lögin Shot Me Down, Bad og núna síðast Blast Off, en nú er hann hinsvegar mættur með nýtt lag sem nefnist Lovers On The Sun, en það má finna líkt og fyrr nefnd lög á samnefndri örplötu (EP) sem kom út í dag.

Glöggir tónlistaraðdáendur tóku eflaust eftir að nýja lagið einkennist af stílnum sem hinn sænski Avicii hefur tileinkað sér, en það er einmitt hann sem aðstoðaði Guetta við lagið ásamt söngvaranum Sam Martin.