Ariana Grande - Break Free ásamt ZeddHin 21 árs gamla söngkona Ariana Grande öðlaðist fyrst frægð eins og mörg ungstirni í dag eftir leik sinn í sjónvarpsþáttum fyrir yngri kynslóðina og gaf hún út sína fyrstu plötu Yours Truly síðasta sumar og hlaut þessi frumraun Ariana vægast sagt góða dóma.

Önnur plata söngkonunnar, My Everything er væntanleg þann 25. ágúst næstkomandi og hefur hún þegar verið að gera það gott með laginu Problem sem var fyrsta smáskífa plötunnar.
Nú er hinsvegar komin út nýtt lag af plötunni sem nefnist Break Free og var lagið pródúserað af hinum 24 ára gamla Zedd sem hefur verið að ryðja sér til rúms sem einn vinsælasti á sínu sviði í heiminum í dag.