Avicii - Feeling GoodÖnnur plata svíans Avicii, Stories er væntanleg síðar á þessu ári og höfum við þegar fengið að heyra lögin The Nights og The Days sem bæði munu verða á plötunni.

Þriðja smáskífan af plötunni hefur nú komið út og er það endurgerð af laginu Feeling Good sem upphaflega var flutt í söngleiknum The Roar of the Greasepaint – The Smell of the Crowd árið 1964 en við könnumst flest við það í búningi söngkonunnar Nina Simone sem gerði það að einskonar klassík í tónlistarsögunni en lagið kom út á plötunni hennar I Put A Spell On You sem kom út árið 1965.