Avicii - Lay Me DownHér er á ferðinni nýtt myndband við fimmtu smáskífuna af plötunni True sem sænski plötusnúðurinn og pródúserinn Avicii gaf út í lok síðasta árs, en myndbandið var tekið upp á tónleikum sem hann hélt á Tele2 Arena leikvanginum í Svíþjóð.
Lagið sem nefnist Lay Me Down inniheldur gítarspil frá sjálfum Nile Rodgers og er það Adam Lambert sem sér um sönginn.