Avicii - The Days ásamt Robbie WilliamsSænski plötusnúðurinn og pródúserinn Avicii er sagður vera einn áhrifamesti tónlistarmaðurinn undir 25 ára aldri í heiminum í dag en hann hefur gefið út hvern smellinn á fætur örðum og má þar nefna Wake Me Up, Lay Me Down, Addicted To You og sá hann einnig um að pródúsera lagið Sky Full Of Stars fyrir hljómsveitina Coldplay.

Ný plata er væntanleg með Avicii á næsta ári og hefur hún fengið nafnið Stories, en fyrsta lagið sem við fáum að heyra af henni nefnist The Days og er það Robbie Williams sem syngur í laginu.

Þær fréttist bárust nú á dögunum að Avicii þyrfti að aflýsa komandi tónleikum sökum heilsufarsvandamála sem hann glímir við og vildi hann tengja það við gallblöðru og botnlangauppskurð sem hann þurfti að gangast undir, en erlendir slúðurmiðlar vilja meina að hann glími við áfengis og fíkniefnavandamál og sé illa leikinn sökum þess.