Veðurguðirnir - FerðalagVeðurguðirnir snéru aftur í byrjun árs eftir stutt hlé og sendu frá sér lagið Önnur Öld sem náði strax miklum vinsældum og var mikið spilað í útvarpi hér á landi.

Hér eru þeir hinsvegar mættir til leiks með splunkunýtt lag sem ber nafnið Ferðalag, en í framhaldi af útgáfu lagsins ætla Veðurguðirnir að fara hringferð um landið og taka upp tónlistarmyndband við lagið og hefst förin Hreðavatnsskála um miðjan maí og verður svo haldið áfram vítt og breitt um landið.

Þess má til gamans geta að Veðurguðirnir koma fram á Sumarballi á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld og hvetjum við alla sem geta að leggja leið sína þangað, því sumardagurinn fyrsti er jú á morgun.