12 00 - SumartíminnÞað eru hressir strákar sem skipa skemmti- og fréttanefnd Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands þetta árið en í fjórða og jafnframt síðasta þættinum af 12:00 sem þeir senda frá sér halda þeir í hefðina sem uppi hefur verið og búa til lag.

Lagið sem nefnist Sumartíminn er það nýjasta frá 12:00 og fjallar það um hversu gott það er þegar skólinn er loksins búinn og sumarfríið er skollið á.