1200 - Keyrum Inn Í HelginaNýir meðlimir hafa bæst við í skemmti- og fréttanefnd Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, og var fyrsti þátturinn af 12:00 þetta skólaárið frumsýndur fyrr í dag.

Eins og hefur tíðkast áður er að minnsta kosti eitt lag í hverjum þætti og eru þau hvert öðru vinsælli, en lagið Sumartíminn stóð hvað hæst á síðasta skólaári.

Fyrsta lagið sem nýja nefndin sendir frá sér nefnist Keyrum Inn Í Helgina og var það Lárus Örn sem gerði taktinn, StopWaitGo sáu um eftirvinnslu lagsins, og Ingi Þór í Ice-Cold um myndbandið.