1200 - Sumartíminn (Ingi Þór Tropical Remix)12:00 nefndin í Verzló hefur gefið út fjölmörg lög og eru þau hver öðru vinsælli en það má segja að það sé eitt sem hefur náð hve mestum vinsældum og er það lagið Sumartíminn sem kom út vorið 2013 og hlaut það meðal annars spilun í útvarpi og víða.

Nú hefur plötusnúðurinn Ingi Þór Bauer tekið sig til og gert svo kallaða tropical útgáfu af laginu en tónlistarstefnan tropical house hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið og er talið að vinsældir hennar komi bara til með að aukast.