Einn Í Heiminum er nýjasta lagið sem 12:00, skemmti- og fréttanefnd Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands sendi frá sér, en það birtist í öðrum þætti 12:00 þetta skólaárið.

Það eru þeir Arnar Þór Ólafsson og Lárus Örn Arnarson sem fara á kostum í myndbandinu en lagið er pródúserað af Redd Lights og fjallar það um hversu ljúft væri að vera einn í heiminum.

Þú getur hlaðið laginu niður þér að kostnaðarlausu með þvÍ að smella hér.