John Newman - Losing SleepSöngvarinn John Newman hefur verið í bransanum síðan árið 2004 en hlaut þó ekki almenna frægð fyrr en hljómsveitin Rudimental fékk hann í lið með sér við gerð lagana Feel the Love og Not Giving In sem urðu bæði gífurlega vinsæl.

John gaf út sína fyrstu plötu, Tribute í október síðastliðnum, en áður höfðu smáskífurnar Love Me Again og Cheating komið út, en sú fyrrnefnda var eitt vinsælasta lagið í sumar hér landi.
Nú hefur þessi 23 ára gamli tónlistarmaður gefið út þriðja lagið af nýju plötunni sinni og nefnist það Losing Sleep.