John Newman - Come And Get ItBreski söngvarinn John William Peter Newman kemur til með að fagna 25 ára afmæli sínu þann 16. júní næstkomandi en hann sló eftirminnilega í gegn með laginu sínu Love Me Again árið 2013 og stimplaði sig með því rækilega inn í heim tónlistarinnar.

John hefur verið lítið í sviðsljósinu undanfarið en af hans sögn er það vegna þess að hann er búinn að eyða mest öllum tímanum sínum í gerð annarar plötu sinnar sem kemur til með að koma út síðar á þessu ári og er lagið Come And Get It forsmekkurinn af plötunni sem hefur þó ekki en fengið nafn né útgáfudag.