Band Aid 30 - Do They Know It's Christmas (2014)Lagið Do They Know It’s Christmas? er án efa eitt af þekktustu jólalögum allra tíma en það var upphaflega gefið út árið 1984 til að safna fjár fyrir fórnarlömb hungursneyðar í Eþíópíu og er þetta í fjórða útgáfan sem gefin er út af laginu og að þessu sinni er það tileinkað baráttunni gegn ebólu sem geisar nú víða.

Lagið í ár er flutt af Band Aid 30 í tilefni þess að 30 ár eru síðan lagið kom fyrst út og sem fyrr er það Írski popparinn Bob Geldof sem stendur fyrir útgáfunni.
Á meðal þeirra sem flytja lagið í ár eru: Bastille, Bono, Ellie Goulding, Olly Murs, Christ Martin, OneDirection, Rita Ora, Sam Smith og Ed Sheeran en þau eiga það öll sameiginlegt að vera gífurlega vinsæl í heimi tónlistarinnar um þessar mundir.

Að sjálfsögðu gáfu allir sem komu að laginu vinnuna sína, en hægt er að kaupa lagið í gegnum iTunes verslunina og rennur allur ágóðinn til verkefna tengdra ebólu, en í desember verður gefið út sérstakt Disclosure remix af laginu sem tileinkað verður yngri hlustendum.