Calvin Harris - Pray to God ásamt HAIMSkotinn Calvin Harris fagnaði nýverið 31 árs afmæli sínu en hann er sagður vera sá plötusnúður sem þénar hvað mest í heiminum í dag.

Platan hans Motion sem kom út í lok 2014 hefur verið að fá vægast sagt góða dóma og hefur lagið Summer sem finna má á plötunni meðal annars verið tilnefnt sem lag ársins á Brit Awards sem fara fram í lok mánaðarins.

Sjötta og mögulega síðasta smáskífan sem við fáum að heyra af Motion nefnist Pray to God og eru það eru systurnar í HAIM sem eru með Calvin í laginu, en myndbandið við lagið hefur verið sagt stór furðulegt og er sjón sögu ríkari.