Friðrik Dór - Once AgainÞað hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói á laugardaginn og er Friðrik Dór einn af keppendum kvöldsins.

Friðrik ætlar að flytja lagið Í Síðasta Skipti sem samið var af strákunum í StopWaitGo en lagið hefur fengið góðar móttökur og er reiknað með því að það muni enda ofarlega í keppninni.

Nú hefur enska útgáfa lagsins verið gerð opinber og fékk það nafnið Once Again og er ansi líklegt að svona muni lagið hljóma ef það kemst alla leið í lokakeppnina sem fram fer í Austurríki.