Óli Geir - Sumar Sem Leið ft. Friðrik DórAthafnamaðurinn og plötusnúðurinn Óli Geir er einna hvað þekktastur fyrir að halda hina ýmsu viðburði undir merkjum Agent.is, en upp á síðkastið hefur hann einnig verið að einbeita sér að búa til sína eigin tónlist og gaf hann meðal annars út sitt fyrsta lag, Flocka á síðasta ári og fékk það fínar móttökur.

Fyrsta lagið sem við fáum að heyra frá honum í ár nefnist Sumar Sem Leið og er það Friðrik Dór sem syngur í laginu sem frumflutt var í dag en strákarnir í StopWaitGo sáu um eftirvinnslu lagsins og voru það þeir Birgir Ólafur og Brynjar Birgisson sem framleiddu myndbandið.

Óli er á fullu að sjá um einkaþjálfun og fleira hjá Bfit þessa dagana en hann lofaði okkur jafnframt því að það kæmu út þrjú lög til viðbótar fyrir sumarið og þar á meðal er lag með spéfuglinum Love Guru.