Calvin Harris - SummerPródúserinn og söngvarinn Calvin Harris hlaut Ivor Novello verðlaunin fyrir besta lagahöfund ársins í tengslum við plötuna 18 Months sem hann gaf út í árslok 2012, en á plötunni má finna lög á borð við We’ll Be Coming Back, Sweet Nothing og Drinking From The Bottle.

Calvin tilkynnti nú fyrir skemmstu að hann ætlaði að gefa út nýja plötu síðar á þessu ári og er lagið Summer fyrsta smáskífan af plötunni sem hefur ekki en fengið nafn né endanlegan útgáfudag.