Það verður sko ekkert sparað á stærsta próflokapartýinu þetta árið en það fer fram á Úrillu Górillunni þann 19. maí næstkomandi.

Listamennirnir sem koma fram eru ekki af verri endanum en það eru Gabriel ásamt Opee og Valdimar en þeir eru mennirnir á bakvið lagið Stjörnuhröp sem hefur verið að gera góða hluti undanfarið. Einnig kemur Unsteinn Manúel úr Retro Stefson og flytur nýtt lag ásamt Gabríel og Opee en það hefur fengið nafnið Sólskin.

Strákarnir í Basic House Effect hafa spilað öllum þekktu og stærstu skemmtistöðum landsins undanfarið, auk þess að vera á leið á helstu Útihátíðir 2012.

DJ Yngvi Eysteins er einn flottasti og þekktasti plötusnúður landsins í dag en hann er jafnframt útvarpsmaður á Flass 104,5.

Nánar á Facebook síðu partýsins

Ný Tónlist ætlar að gefa miða á þennan svakalega viðburð og það eina sem þú þarft að gera er að smella ‘læki’ á þessa frétt og kvitta hér fyrir neðan, dregið verður út á hverjum degi dagana 14. – 18. maí.