Coldplay - MagicStrákarnir í Coldplay sem sendu frá sér lagið Midnight í síðustu viku hafa tekið sig saman við gerð á nýrri plötu eftir gífurlega gott gengi plötunnar Mylo Xyloto sem kom út árið 2011, en hún seldist í yfir 8 miljónum eintaka út um allan heim.

Fyrsta smáskífan af plötunni nefnist Magic, en platan sem hefur fengið nafnið Ghost Stories er væntanleg þann 19. maí næstkomandi og er forpöntun á henni hafin á heimasíðu hljómsveitarinnar.