Coldplay - Adventure Of A LifetimeBreska rokk hljómsveitin Coldplay fagnar tíu ára starfsafmæli sínu á næsta ári en sjöunda platan þeirra, A Head Full of Dreams kemur út þann 4. desember næstkomandi, en hljómsveitin hefur gefið það í skyn að þetta verði síðasta platan sem þeir munu senda frá sér.

Að sögn söngvara hljómsveitarinnar, Chris Martin verður platan upplífgandi og full af fjöri og litum, en Adventure Of A Lifetime er fyrsta smáskífan sem við fáum að heyra af plötunni.