Coldplay - A Sky Full Of StarsLagið Magic með hljómsveitinni Coldplay sló heldur betur strax í gegn um leið og það kom út fyrir rúmum mánuði síðan, en það var fyrsta lagið frá þessari Bresku hljómsveit síðan árið 2011, en hún er ein sú vinsælasta í heiminum.

Nú er komin út önnur smáskífan af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Ghost Stories sem kemur út þann 16. maí næstkomandi, en það vekur einna hvað mest athygli við lagið sem nefnist A Sky Full Of Stars er að það er Sænski plötusnúðurinn Avicii sem pródúseraði lagið, en hann er einn sá vinsælasti og færasti á sínu sviði í heiminum í dag.