Hoodie Allen - All About It ásamt Ed SheeranRapparinn Hoodie Allen hefur verið í bransanum frá árinu 2009 og hafa vinsældir hans aukist hægt og bítandi, en hann fór heldur betur óhefðbundna leið þegar hann ákvað að gefa út plötuna People Keep Talking sem kom út í október síðastliðnum og gaf hana út upp á eigin spýtur án þess að fá hjálp hjá útgáfufyrirtæki.

Að sögn Hoodie dregur hann nafnið af plötunni þaðan að hann sé þreyttur á að hlusta á dónalegt fólk og útgáfufyrirtæki koma með leiðinlega gagnrýni á vinnuna hans og lætur hann fólkið bara halda áfram að tala og sleppir í staðin að hlusta á það.

Fjórða og nýjasta smáskífan af plötunni nefnist All About It og fékk Hoodie engan annan en Ed Sheeran með sér í lagið, en hann hefur verið að gera það gott með laginu Thinking Out Loud upp á síðkastið.