Sam Smith - Have Yourself A Merry Little ChristmasÞað er lyginni líkast hvað árangur söngvarans Sam Smith er góður en þessi 22 ára gamli söngvari hlaut alls sex tilnefningar til Grammy verðlaunanna sem fara fram í Staples Center í febrúar á næsta ári en aðeins Beyoncé og Pharrell Williams hlutu jafn margar tilnefningar sem setur Sam við sama borð og fremstu tónlistarmenn í heiminum í dag.

Eins og fram kom hlaut Sam sex tilnefningar en þar á meðal eru besta plata ársins, In the Lonley Hour, sem hann gaf út í maí síðastlinum, Stay With Me var tilnefnt sem besta lag ársins og Sam var tilnefndur sem besti söngvari og besti nýliði ársins svo eitthvað sé nefnt.

Hér tekur þessi magnaði söngvari eitt vinsælasta jólalag allra tíma, Have Yourself A Merry Little Christmas sem var samið fyrir Meet Me in St. Louis söngleikinn árið 1944 og ættu flestir að kannast við lagið í flutningi hins ástsæla Frank Sinatra, en útgáfan hans af laginu var mæld sem annað mest spilaða jólalag allra tíma, en The Christmas Song trónir á toppnum á listanum.