Zedd - I Want You To Know ásamt Selena GomezRússneski plötusnúðurinn Zedd kom sterkur inn á sjónarsviðið í árslok 2012 þegar hann sendi frá sér lagið Clarity sem varð afar vinsælt á stuttum tíma og hlaut það meðal annars hin virtu Grammy verðlaun.

Lítið hefur heyrst frá Zedd síðustu mánuðina en nú hefur hann tekið höndum saman við Selena Gomez og gefið út nýtt lag sem nefnist I Want You To Know, og var það Ryan Tedder úr hljómsveitinni OneRepublic sem samdi textann við lagið.