Disclosure - Bang ThatFyrsta plata bræðranna í Disclosure, Settle sem kom út árið 2013 sló vægast sagt í gegn og fékk hún meðal annars tilnefningu til hinna eftirsóttu Grammy verðlauna en platan inniheldur meðal annars lögin Latch, You & Me og F For You sem öll náðu miklum vinsældum.

Disclosure eru nú á fullu að vinna í nýju efni og þar á meðal er ný plata væntanleg frá þeim, en fyrsta lagið sem við fáum að heyra frá þeim í ár nefnist Bang That og að sögn bræðranna vildu þeir gefa aðdáendum sínum lag fyrir sumarið en þeir hafa verið að spila það undanfarið þegar þeir hafa verið að koma fram við góðar móttökur og ákváðu þeir loks að gefa það út.