FM95BLÖ - Ég Fer Á ÞjóðhátíðEins og kunngjört var í byrjun sumars kemur FM95BLÖ teymið fram á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár, en þetta er í fyrsta skiptið sem þeir koma fram á hátíðinni.

Til að hita upp fyrir herlegheitin ákváðu strákarnir að búa til sitt eigið Þjóðhátíðarlag og fengu þeir lagið lánað frá David Guetta, en sáu að sjálfsögðu sjálfir um gerð textans og StopWaitGo um vinnslu lagsins, hægt er að hlaða laginu ókeypis niður með því að smella hér.