Sverrir Bergmann - LouderEgill Gillz Einarsson í hlutverki Dj MuscleBoy átti vinsælasta lagið hér á landi fyrir ári síðan þegar hann sendi frá sér Louder í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fylgdi svo á eftir með Pump og Muscle Bells.
Sverri Bergmann ættu flestir að kannast við en hann er einn vinsælasti söngvari Íslands og var hann tíður gestur í útvarpsþættinum FM95BLÖ hér áður fyrr og mætti þangað á föstudögum og tók “cover“ eða endurgerðir af lögum eftir aðra og sló útgáfan hans af Euphoria eftirminnilega í gegn.

Hér tekur Sverrir sig til og tekur rokkaða útgáfu af laginu hans MuscleBoy, Louder og má segja að hann geri það bara nokkuð vel.