Dj MuscleBoy - PumpLagið Louder með Agli “Gillz“ Einarssyni eða Dj MuscleBoy eins og hann kallar sig skaust á topp Íslenska listans og er búið að vera þar í á tólftu viku sem er met hvað topplagið varðar, en lagið hlaut strax gríðarlegar vinsældir sem hafa einnig náð að teygja sig út fyrir landsteinana. Dj MuscleBoy er hvergi nærri hættur en nú var hann að senda frá sér sitt annað lag og eins og áður í samstarfi við strákana í StopWaitGo og er stóra spurningin sú hvort að lagið sem ber nafnið Pump nái að halda við vinsældir Louder.

Dj MuscleBoy er einn af þeim sem koma til með að hita upp fyrir stórtónleika David Guetta í Laugardalshöll á mánudaginn næstkomandi, 16. júní og höfum við ákveðið að gefa heppnum miða á þetta magnaða kvöld, og getur þú tekið þátt með því að smella hér.