Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fóru fram á laugardaginn hafa verið afar umdeild, en lagið Mundu Eftir Mér fékk færri atkvæði frá þjóðinni í símakostningu heldur en lagið Stattu Upp sem hafnaði í öðru sæti. Skýringin á þessu er sú að sjö manna dómnefnd hafði helmings vægi á móti þjóðinni og gaf hún Mundu Eftir Mér fleiri atkvæði.
Ný Tónlist barst orðsending með lagi sem er sláandi líkt laginu Álfakóngurinn í flutningi Guðrúnar Gunnarsdóttur og Klöru Ósk Elíasdóttur af plötunni Sól Í Eldi frá árinu 1998.
En skráð er í reglum Eurovision að þau lög sem taka þátt verða að vera frumsamin og mega því ekki líkjast öðrum lögum.
Fyrir neðan má heyra lagið Mundu Eftir mér, bæði upphaflegu útgáfuna og á sama hraða og Álfakóngurinn og ásamt því að hægt verður að hlusta á Álfakónginn.

Mundu Eftir Mér

Mundu Eftir Mér á sama hraða og Álfakóngurinn

Álfakóngurinn