Avicii - Wake Me Up ásamt Aloe BlaccSænski plötusnúðurinn Avicii er einn færasti á sínu sviði og er hann gífurlega vinsæll út um allan heim, en hann stefnir á að koma til Íslands á næsta ári.

Ný plata er væntanleg frá kappanum síðar á þessu ári, en lagið Wake Me Up er fyrsta smáskífan af plötunni. Í laginu sem sungið er af Aloe Blacc, fetar Avicii  nýjar leiðir og blandar saman kántrí og raftónlist eins og honum einum er lagið.