David Guetta - Shot Me Down ft. Skylar GreyFranska plötusnúðinn og pródúserinn David Guetta ættu flestir að kannast við en hann er einn vinsælasti í sínu fagi og hefur verið það undanfarin ár, en kappinn sem hefur verið í bransanum frá árinu 1994 fagnaði nýverið 46 ára afmæli sínu.

David hefur fært okkur hvern stórsmellinn á fætur öðrum en þar eru lög á borð við: She Wolf, Just One Last Time, Turn Me On og Without You sem öll hafa orðið gífurlega vinsæl út um allan heim.

Nýjasta lagið frá honum nefnist Shot Me Down, og er það söngkonan Skylar Grey sem er með honum í þessu frábæra lagi.

Þess má til gamans geta að David er á leiðinni til landsins og kemur til með að spila í Reykjavík þann 16. júní næstkomandi á 25 ára afmæli FM957, en þetta er í annað sinn sem hann kemur fram á landinu, en hann spilaði í Lugardalshöllinni árið 2008.