David Guetta & Kaz James - Blast OffDavid Guetta hefur fært okkur algjörlega nýja stefnu í síðustu lögum sínum miðað við hvað hann er þekktastur fyrir og þá síðast með laginu Bad sem er eitt það vinsælasta á landinu um þessar mundir.

Röðin heldur áfram í þessari elektró seríu Guetta og er komið að laginu Blast Off, en með sér í lagið fékk hann Kaz James sem er 32 ára gamall söngvari og plötusnúður sem kemur frá Ástralíu og var einn af meðlimum í BodyRockers áður en hann hóf sólóferil sinn.

Eins og flestir ættu að vita er David Guetta á leiðinni til landsins og kemur hann til með að spila á 25 ára afmæli FM957 í Laugardalshöll á mánudaginn, fylgstu vel með hér á síðunni því við ætlum að gefa miða á þennan magnaða viðburð!