Ella Eyre - ComebackHin tvítuga breska söngkona Ella Eyre kom fyrst fram á sjónarsviðið í byrjun síðasta árs þegar hún söng í laginu Waiting All The Night með hljómsveitinni Rudimental en lagið var eitt það vinsælasta á síðasta ári.

Þessi unga söngkona sem býr yfir hreint magnaðri rödd var að gefa út nýtt lag sem nefnist Comeback, en hún vinnur jafnframt að gerð fyrstu plötu sinnar.