Ella Eyre - We Don't Have To Take Our Clothes OffFyrsta plata tvítugu söngkonunnar Ella Eyre, Feline átti upphaflega að koma út í október síðastliðnum en útgáfu hennar var frestað þangað til í lok febrúar næstkomandi sökum þess að hún var á tónleikaferðalagi með hjómsveitinni Bastille og var því ekki til staðar til að kynna plötuna þegar að útgáfu hennar kæmi.

Þriðja lagið sem við fáum að heyra af plötunni nefnist We Don’t Have To Take Our Clothes Off og var það upphaflega flutt af Jermaine Stewart árið 1996 en hér setur Ella það í sinn búning eins og henni einni er lagið.