David Guetta gerði bókstaflega allt vitlaust hér á landi með myndbandinu við lagið She Wolf í september, en það hafði þá sérstöðu að hafa verið tekið upp á Íslandi.

Nú er hinsvegar komið út glænýtt myndband við aðra smáskífuna af plötunni Nothing But The Beat 2.0 en lagið nefnist Just One Last Time og er það hinn sænski Taped Rai sem syngur í laginu.