Disclosure - You & Me ásamt Eliza DoolittleBræðurnir  Howard og Guy í Disclosure hafa svo sannarlega komið á óvart með tónlistinni sinni upp á síðkastið, en þrátt fyrir að vera aðeins 19 og 22 ára gamlir hafa þeir náð gífurlegum vinsældum um allan heim og þá einkum með laginu Latch sem hefur verið mikið spilað á útvarpsstöðvum hér á landi undanfarnar vikur.

Nýjasta lagið frá þessum ungu snillingum nefnist You & Me  en það er nýjasta smáskífan af væntanlegri plötu þeirra, Settle sem kemur út þann 31. maí næstkomandi.
Það er Eliza Doolittle sem syngur í laginu en hún hefur verið lítið í sviðsljósinu upp á síðkastið.