Avicii - Addicted To YouTim Bergling eða Avicii eins og hann kallar sig er 24 ára gamall plötusnúður og pródúser sem kemur frá Svíþjóð, en hann gaf út sína fyrstu plötu, True í september síðastliðnum og hafa lög á borð við Wake Me Up, You Make Me og Hey Brother sem öll má finna á plötunni orðið gífurlega vinsæl.

Fjórða og jafnframt nýjasta smáskífan af plötunni nefnist Addicted To You og er það Bandaríska söngkonan Audra Mae sem syngur í laginu.